Saga eftirlifenda segir frá ásunum sem lifðu af Ragnarök, baráttu þeirra í heimi sem þeir misstu tökin á, og þróun þess heims sem er fullur af undrum og furðum. Þetta er saga þar sem unnið er með hliðstæður í goðsögum, einnig mannkynssögu, trúarbrögð, þjóðsögur, bókmenntir, tungumálið, samtímann, fjölmenningu og fleira. Í greinum og ritdómum hefur verið farið um söguna fögrum orðum og rætt um hana sem brautryðjendaverk á sviði íslenskra furðusagna.

„Dúndurgóð íslensk fantasía.“Morgunblaðið

„Þetta eru hörkuspennandi sögur sem gerast meðal goða eða semí-guða og fara um heim allan. [Emil] spinnur þessar sögur af alveg ótrúlegri hugmyndauðgi og maður bara sogast inn í þennan sagnaheim.“ — Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum, í þættinum Vits er þörf á Rás 1.

„Hörkuspennandi frá fyrstu blaðsíðu … Endirinn kemur á óvart og lesandinn á eftir að bíða spenntur eftir útkomu næstu bókar í þríleiknum.“Morgunblaðið um fyrstu bókina

„Heimurinn er sannfærandi sem Emil býr til og frásögnin er skemmtileg.“
Kiljan

„Við mælum hiklaust með henni fyrir alla aðdáendur norrænna goðsagna, heimsenda og/eða urban fantasía.“Nexus.is

Kaupa: